23. sep.
12:00-13:00
Fyrirlesari

Ingvi Hrannar Ómarsson

Grunnskólakennari og frumkvöðull
Lokað fyrir skráningu
Ingvi OMARSSON Stanford Profile

Hádegisfyrirlestrar

Rafrænn hádegisfyrirlestur - Framtíðin er hafin! Hvað get ég gert til að undirbúa mig?

Framtíðin er ekkert eins óljós og margir telja þér trú um. Til þess að þrífast og dafna í framtíðinni verðum við að undirbúa okkur fyrir hana núna og það er fullt sem þú getur gert til þess. Vélar taka yfir mörg núverandi störf og sagan segir að til verði ný störf sem kalla á nýja hæfni. En hver er sú hæfni og hvernig getur þú undirbúið þig fyrir framtíðina?

Í þessum fyrirlestri fer Ingvi Hrannar yfir það hvaða hæfni og færni skiptir mestu máli að hafa eða þróa með sér inn í framtíðina.

Ingvi er grunnskólakennari og frumkvöðull með meistaragráðu frá Stanford Háskóla í Bandaríkjunum. Hann er handhafi Íslensku menntaverðlaunanna 2020 fyrir framúrskarandi stuðning við starfsþróun íslenskra kennara með miðlun framsækinna hugmynda um skapandi skólastarf, nýsköpun og upplýsingatækni. Ingvi Hrannar hefur haldið fyrirlestra og vinnustofur um allan heim um framtíðarfærni og aðstoðað skóla og fræðsluskrifstofur með ýmis konar stefnumótun og innleiðingar.

Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, opinn út daginn á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður þar aðgengilegur í 30 daga.

Þessi fyrirlestur verður með enskum texta.