18. apr.
12:00-12:45 Rafrænt á vr.is/streymi
Kristinheba Varda

Hádegisfyrirlestrar

Rafrænn hádegisfyrirlestur - How do you like Iceland? Staða innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði

18. apríl kl. 12:00-13:00

Leiðbeinandi: Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu

Á undanförnum árum hefur innflytjendum fjölgað mikið á Íslandi og þátttaka þeirra á íslenskum vinnumarkaði er mjög mikil. Þessi fjölgun hefur átt stóran þátt í hagvexti landsins og auðgað samfélagið. Rannsóknir sýna hins vegar að staða innflytjenda er frábrugðin stöðu innfæddra. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þennan aðstöðumun út frá niðurstöðum rannsókna Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins. Rætt verður um fjárhagsstöðu, stöðu á húsnæðismarkaði, heilsu og starfsskilyrði innflytjenda. Auk þess verður fjallað um stöðu fólks með erlendan bakgrunn sem er fætt á Íslandi en á foreldri sem er fætt erlendis en rannsóknir sýna að sá hópur stendur innfæddum heldur ekki jafnfætis á vinnumarkaði.

Kristín Heba Gísladóttir er með BA próf í sálfræði og M.Sc. gráðu í auðlindafræði. Hún hefur sinnt framkvæmdarstjórastöðu Vörðu frá stofnun stofnunarinnar en ASÍ og BSRB stofnuðu Vörðu árið 2020 með það að markmiði að efla rannsóknir á stöðu launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að rannsaka stöðu mismunandi hópa, þar með talið innflytjenda. Með góðum rannsóknum er hægt að efla heildarsamtökin og aðildarfélög þeirra til að berjast fyrir betri lífsskilyrðum alls félagsfólks verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi.

Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, opinn út daginn á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður þar aðgengilegur í 30 daga. Þessi fyrirlestur verður með enskum texta.

Með því að skrá þig á hádegisfyrirlestur færðu áminningu þegar nær dregur viðburði á tölvupóstfangið sem þú ert með skráð hjá VR. Þú getur séð hvaða netfang þú ert með skráð á Mínum síðum á vr.is. Einnig er hægt að setja viðburðinn í dagatalið sitt með því að smella á hnapp sem birtist við skráningu.