18. nóv.
12:00-13:00
Fyrirlesari

Þorsteinn V. Einarsson

Kennari og MA í kynjafræði
Þorsteinnv

Hádegisfyrirlestrar

Rafrænn hádegisfyrirlestur - Jákvæð karlmennska og jafnrétti

Hvernig og hvers vegna styður jákvæð karlmennska við jafnrétti og hvernig bitnar skaðleg karlmennska á körlum og konum? Í þessum fyrirlestri verður farið yfir tengsl karlmennskuhugmynda og kynhlutverka, ljósi varpað á dæmigerðar birtingamyndir karlmennsku og bent á gagnlegar leiðir fyrir karla til að styðja við jafnrétti í þeirra umhverfi.

Þorsteinn er kennari og með meistaragráðu í kynjafræði. Hann hefur umsjón með vef- og hlaðvarpsmiðlinum Karlmennskan, heldur úti síðunni @karlmennskan á Instagram og starfar við að halda fyrirlestra um karlmennsku og jafnrétti auk þáttagerðar og fræðslumiðlunar á samfélagsmiðlum um þetta efni. Áhersla hans í þessum fyrirlestri er á hvað við getum gert sem einstaklingar til að hafa jákvæð áhrif á líf okkar og samferðafólks út frá hugmyndum um jákvæða karlmennsku.

Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, opinn út daginn á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður þar aðgengilegur í 30 daga.

Þessi fyrirlestur verður með enskum texta.