18. mar.
12:00-13:00
Fyrirlesari

Lokað fyrir skráningu
Palmar Samskipti

Hádegisfyrirlestrar

Rafrænn hádegisfyrirlestur - Jákvæð samskipti

Leiðbeinandi: Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari, rithöfundur og íþróttaþjálfari. Bs. gráða í sálfræði og Ms. í viðskiptafræði með áherslu á samskipti á vinnustöðum.

Pálmar er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti. Fyrirlesturinn hefur hann flutt fyrir marga af stærstu vinnustöðum landsins og fjölmarga aðra hópa. Í fyrirlestrinum fjallar hann á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta út úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum. Samhliða því tekur hann mörg skemmtileg dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á vinnustaðinn og okkar daglega líf. Auk þess segir hann frá niðurstöðum rannsókna sem hann hefur framkæmt á samskiptum Íslendinga á skemmtilegan hátt.

Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, 18. mars og opinn út þann dag á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður þar aðgengilegur í 7 daga.