04. feb.
12:00-13:00
Fyrirlesari

Lokað fyrir skráningu
Ella

Hádegisfyrirlestrar

Rafrænn hádegisfyrirlestur - Nýjar áskoranir - að standa vaktina á óvissutímum

Leiðbeinandi: Elín Kristín Guðmundsdóttir, MS í mannauðsstjórnun og stofnandi Hugarheims.

Fjallað verður um starfsánægju á vinnustað, mikilvægi góðra samskipta og orkustjórnun á þessum óvissutímum. Orkan okkar er dýrmæt auðlind, sérstaklega þegar við erum undir álagi til lengri tíma og lifum í óvissu. Elín starfar sem mannauðsráðgjafi og fer yfir hvað getum við gert til að viðhalda starfsánægju okkar og stuðlað að jafnvægi á milli vinnu og einkalífs þegar mikið er að gera. Hér skipta dagleg samskipti starfsmanna miklu máli en uppbyggileg og jákvæð samskipti hafa mikla þýðingu. Kannanir sýnaað með aukinni vitund um líðan minnka líkur á að starfsmaður upplifi streitu og kulnun á vinnustað, framleiðni eykst og starfsmenn verða tryggari fyrirtækinu. Einnig verður farið yfir hver ábyrgð hvers og eins er þegar streitan fer að aukast, þreyta og minni þolinmæði gera vart við sig og möguleg viðbrögð.

Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, 4. febrúar og opinn út þann dag á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður aðgengilegur þar í 7 daga.