24. nóv.
12:00-12:45
Sal 1920X1080

Hádegisfyrirlestrar

Rafrænn hádegisfyrirlestur - Sálrænt öryggi í teymum

Leiðbeinandi: Kristrún Anna Konráðsdóttir, MPM, ACC vottaður markþjálfi og rekstrarfræðingur.

Á tímum þar sem umhverfi fyrirtækja/stofnanna einkennist af óvissu, hraða og sífelldum breytingum þurfum í mun ríkari mæli, teymi til að leysa flóknar áskoranir og verkefni.

En hver er uppskriftin að árangursríkum teymum? Rannsóknir sýna okkur að svo kallað sálrænt öryggi gegnir þar lykilhlutverki. Í þessum fyrirlestri mun Kristrún fara yfir hvað sálrænt öryggi er og hvernig það birtist í teymum. Einnig fer hún yfir praktísku hlutina varðandi hvað er hægt að gera til að byggja upp og viðhalda sálrænu öryggi innan teyma.

Kristrún Anna er sjálfstætt starfandi teymis- & markþjálfi. Hún hefur ástríðu fyrir því að hjálpa fólki og teymum að takast á við og leiða breytingar í síbreytilegu og flóknu umhverfi dagsins í dag. Kristrún starfaði áður sem verkefnastjóri. Hún hefur þjálfað fjöldamörg teymi í átt að meiri árangri og gleði, leitt árangursrík tækniverkefni og í dag er hún einnig vottaður “Fearless Organization Practitioner” og sérhæfir sig í mælingum og uppbyggingu sálræns öryggis í teymum.

Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, opinn út daginn á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður þar aðgengilegur í 30 daga.

Þessi fyrirlestur verður með enskum texta.