31. júl.
Fyrirlesari

Þórarinn Þórsson

Þórarinn Þórsson

Hádegisfyrirlestrar

Rafrænn hádegisfyrirlestur - Vellíðan og viðhald á góðri heilsu

Leiðbeinandi: Þórarinn Þórsson, félagsráðgjafi og ráðgjafi VIRK starfsendurhæfingarsjóðs hjá VR.

Það er ávallt mikilvægt að huga að heilsunni, sér í lagi á krefjandi tímum líkt og nú. Margir upplifa eflaust allskonar tilfinningar á óvissutímum og því mikilvægt að huga jafnt að andlegri sem og líkamlegri heilsu. Við þurfum reglulega að fylla á orkutankinn okkar og gera eitthvað sem er nærandi fyrir sál og líkama. Í þessum fyrirlestri verður farið yfir þætti sem mikilvægir eru til að viðhalda góðri almennri heilsu, hvernig hver og einn getur bætt líf sitt og lífsgæði og þannig dregið úr líkum á að þróa með sér heilsutengdan vanda. Einnig verður farið yfir gagnleg bjargráð á streituvaldandi tímum og góðar leiðir til að rækta sjálfan sig.

Fyrirlesturinn var haldinn í febrúar síðastliðnum en er nú aðgengilegur undir "viðburðir" á Mínum síðum á vr.is og verður opinn þar út júlí.

Þessi fyrirlestur er með enskum texta.