31. jan.
09:00-10:30 Salur VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar og rafrænt á Teams
Lokað fyrir skráningu Lokað fyrir skráningu
Asgeir2

Námskeið

Námskeið - Að semja um betri kjör

Leiðbeinandi: Ásgeir Jónsson, MBA og alþjóðlega vottaður markþjálfi

Oft getur verið snúið að ræða um laun og stundum er jafnvel eins og fólk sé hrætt við að ræða um laun og önnur fríðindi. Um árabil hefur launaviðtal verið kjarasamningsbundinn réttur félagsfólks VR en árið 2000 voru ákvæði um persónubundin laun og launaviðtöl tekin upp. VR félagar eiga rétt til launaviðtals einu sinni á ári. Óski starfskraftur eftir viðtali á að veita það innan tveggja mánaða og niðurstaða viðtalsins á að liggja fyrir innan mánaðar. En hvað viltu fá í laun og hvernig getur þú tryggt að þú fáir laun sem hæfa þinni menntun og reynslu?

Á þessu námskeiði fer Ásgeir Jónsson, MBA og markþjálfi, yfir atriði er varða launasamninga þegar við förum í nýtt starf ásamt því að skoða hvernig við getum undirbúið okkur vel fyrir launaviðtal í núverandi starfi. Á námskeiðinu verður farið yfir hluti eins og:

  • Hvenær og hvernig er best að semja um laun?
  • Hvor á að nefna töluna fyrst?
  • Hver er regla númer 1, 2 og 3 varðandi launaumræðu í atvinnuviðtölum?
  • Þegar grunnupphæðin er komin hvað annað má biðja um?
  • Að láta ekki 10.000 krónur skipta sköpum í launasamningum, eða hvað?
  • Hver er besta leiðin til að hækka í launum á núverandi vinnustað?
  • Hvað þýðir að sjálfgefna stillingin okkar sé að trúa. Hvernig getum við nýtt okkur það í atvinnuviðtalinu ásamt geislabaugsáhrifunum?
  • Hvaða gátlista er ágætt að fara yfir áður en þú samþykkir nýja starfið eða ferð í launaviðtal?

Námskeiðið verður haldið með blönduðu fyrirkomulagi (e.hybrid). Námskeiðið verður haldið í sal VR, 0. hæð í Húsi verslunarinnar Kringlunni 7 en salurinn þar hefur verið uppfærður og er nú sérstaklega útbúinn þannig að auðvelt er að vera með þátttakendur á staðnum en einnig rafrænt í gegnum Teams. Veldu hvort þú vilt mæta á staðinn eða taka þátt rafrænt með því að velja viðeigandi hnapp hér fyrir ofan.

Þú færð staðfestingu á skráningu og áminningu um námskeiðið þegar nær dregur viðburði á tölvupóstfangið sem þú ert með skráð hjá VR. Þú getur séð hvaða netfang þú ert með skráð á Mínum síðum á www.vr.is. Þú getur einnig smellt á hnappinn hér til hliðar til að setja viðburðinn í dagatalið þitt.

Fyrir þau sem koma á staðinn verður morgunmatur í boði.