26. sep.
9:00-10:30 Salur VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar og á Teams
Lokað fyrir skráningu Lokað fyrir skráningu
Gylfi 2

Námskeið

Námskeið fyrir félagsfólk- Launaviðtalið

26. september kl. 09:00-10:30
Leiðbeinandi: Gylfi Dalmann, dósent við Háskóla Íslands

Á námskeiðinu verður rætt um launaviðtalið og hvernig starfsmenn geta undirbúið sig fyrir það. Farið verður yfir þá þætti sem ákvarða virði starfsmanna og rætt um starfsþróun, atvinnuhæfni og starfsþróunaráætlanir. Þátttakendur leggja mat á eigið vinnuframlag, meta styrkleika og veikleika sína og koma auga á þau tækifæri sem eru til staðar til að bæta starfskjör sín. Þátttakendur rýna í þekkingu, færni, hæfni, reynslu, árangur og frammistöðu í starfi. Fjallað um þætti sem snúa að undirbúningi launaviðtalsins og sagt frá helstu aðferðum í samningatækni sem nýtast í launaviðtalinu. Einnig verður farið yfir launarannsókn VR, greiningu á henni og hvernig hún getur nýst við undirbúning launaviðtalsins.

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Hans sérsvið er mannauðsstjórnun, vinnumarkaðsfræði og samskipti á vinnumarkaði.

Námskeiðið verður haldið í nýjum og glæsilegum sal VR á 9.hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Morgunmatur í boði fyrir þau sem mæta á staðinn. Einnig er hægt að taka þátt í gegnum Teams en salurinn er vel búinn tækjabúnaði fyrir blandað námskeiðahald. Veldu þann möguleika sem hentar þér hér að ofan. Við skráningu færðu áminningu á netfangið sem þú ert með skráð hjá VR.

Ef þú skráir þig sem þátttakanda rafrænt færðu sendan hlekk í tölvupóstinum. Þú getur séð hvaða netfang þú ert með skráð á Mínum síðum. Einnig er hægt að setja viðburðinn í dagatalið sitt með því að smella á hnapp sem birtist við skráningu.