24. okt.
9:00-12:00 Salur VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar og á Teams
Bjorn Berg

Námskeið

Námskeið fyrir félagsfólk - Starfslok og fjármál 

24. október 09:00-12:00
Leiðbeinandi: Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi

Á þessu ítarlega og gagnlega námskeiði er vandlega farið yfir allt sem nauðsynlegt er að vita varðandi fjármál við starfslok. Þátttakendur öðlast betri yfirsýn yfir réttindi sín og þá valkosti sem í boði eru.

Meðal þeirra spurninga sem svarað verður eru:

  • Hvenær og hvernig hentar að sækja lífeyrisgreiðslur?
  • Hvernig göngum við á séreignarsparnað og hvaða áhrif hefur tilgreind séreign?
  • Hvað þarf að vita varðandi greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar?
  • Er skynsamlegt að sækja hálfan lífeyri?
  • Hvernig deili ég lífeyri með makanum mínum?
  • Hvaða skatta kem ég til með að greiða?

Bætt þekking dregur úr líkum á kostnaðarsömum mistökum og gefur færi á að hámarka virði lífeyris og réttinda. Björn Berg Gunnarsson hefur 16 ára reynslu á fjármálamarkaði þar sem hann stýrði meðal annars greiningardeild og fræðslumálum Íslandsbanka. Hann hefur einnig haldið yfir 300 fyrirlestra um lífeyrismál og er höfundur bókarinnar Peningar.

Námskeiðið verður haldið í nýjum og glæsilegum sal VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Morgunmatur í boði fyrir þau sem mæta á staðinn. Einnig er hægt að taka þátt í gegnum Teams en salurinn er vel búinn tækjabúnaði fyrir blandað námskeiðahald. Veldu þann möguleika sem hentar þér hér að ofan. Við skráningu færðu áminningu á netfangið sem þú ert með skráð hjá VR. Ef þú skráir þig sem þátttakanda rafrænt færðu sendan hlekk í tölvupósti. Þú getur séð hvaða netfang þú ert með skráð á Mínum síðum á www.vr.is. Einnig er hægt að setja viðburðinn í dagatalið sitt með því að smella á hnapp sem birtist við skráningu.