16. nóv.
9:00-12:00
Fyrirlesari

Ásgeir Jónsson

MBA og alþjóðlega vottaður markþjálfi
Asgeir3

Námskeið

Rafrænt námskeið - Að nýta bestu ár ævinnar 

16. og 17. nóvember kl. 9:00-12:00
Leiðbeinandi: Ásgeir Jónsson, MBA og alþjóðlega vottaður markþjálfi

Nú er tíminn til að uppskera! Hversu lengi höfum við látið okkur dreyma um allt það sem við ætluðum að gera þegar við hættum að vinna? Þetta námskeið snýst um að lifa og læra að lifa lífinu lifandi. Nú er um að gera að framkvæma og njóta og því ætlum við að skoða ýmis atriði varðandi markmiðasetningu, næringu, hugarfar og ýmislegt sem lítur að fjármálum. Þetta námskeið snýst um að lifa og læra að lifa lífinu lifandi eftir að hefðbundnum starfsferli lýkur. Markmiðið er að þátttakendum verði ljós flest þau tækifæri sem bíða þeirra og vera grunnur þekkingar um þá möguleika sem þessi tímamót bjóða uppá.

Námskeiðið verður haldið rafrænt á Teams, dagana 16. og 17. nóvember kl. 9:00-12:00. Fyrri daginn verður farið yfir næringu, réttindi og sérkjör með góðum gestum. Seinni daginn verður farið í jákvæðni, hvatningu, viðhorf og markmiðasetningu.

Námskeiðið er gagnvirkt og býður upp á umræður. Þess vegna er það einungis aðgengilegt á auglýstum tíma. Hlekkur á námskeiðið er sendur við skráningu á það netfang sem félagsmaður er með skráð hjá VR. Daginn fyrir námskeiðið verður sendur tölvupóstur til áminningar.