20. apr.
9:00-10:30
1000 Sirrý

Námskeið

Rafrænt námskeið - Að vera stopp í rússíbana – Hvað höfum við lært í Covid? 

Leiðbeinandi: Sirrý Arnardóttir, stjórnendaþjálfari, rithöfundur og kennari við Háskólann á Bifröst.

Framtíðarvinnumarkaðurinn er núna. Covid henti okkur enn hraðar inn í fjórðu iðnbyltinguna og nú er komið að því að við spyrjum okkur hvernig lífi við viljum lifa í kjölfar Covid? Ætlum við til dæmis beint aftur að vinna okkur til húðar þegar allt fer af stað á ný? Á þessu námskeiði fer Sirrý yfir hvaða hæfileikar eru æskilegir í fjórðu iðnbyltingunni og hvort hægt sé að skapa sér verkefni, hafa trú á sér, standa með sér og lifa í sátt þegar rússíbaninn fer aftur af stað. Sirrý á 30 ára farsælan fjölmiðlaferil að baki og hefur skrifað bækur þar sem fjallað er um hvernig við getum laðað að okkur það góða, orðið öruggari og betri í samskiptum. Námskeiði verður í formi fyrirlestrar og umræðna í bland.

Námskeiðið verður haldið rafrænt á Zoom, er gagnvirkt og þess vegna einungis aðgengilegt á auglýstum tíma.

Nánari leiðbeiningar og hlekkur á námskeiðið verða send á skráða þátttakendur daginn fyrir námskeið.

Vinsamlega athugið að þátttakendur verða að skrá sig a.m.k 30 mínútum áður en námskeið hefst til þess að vera viss um að fá hlekk.