03. feb.
9:00-10:30
Lokað fyrir skráningu
Nathalía (1)

Námskeið

Rafrænt námskeið - Atvinnuleitin frá A-Ö

Leiðbeinandi: Nathalía Druzin Halldórsdóttir, verkefnastjóri og atvinnumálaráðgjafi hjá VR.

Á þessu námskeiði fer Nathalía yfir atvinnuleitarferlið og þá þætti sem best er að huga að og styrkja þegar leitast er eftir nýju starfi eða starfsvettvangi. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði í ferilskrárgerð, ritun kynningarbréfs, atvinnuumsóknarferlið, undirbúning fyrir atvinnuviðtalið, eftirfylgni umsókna og atvinnuviðtala.
Námskeiðið er hagnýtt og geta þátttakendur fengið endurgjöf á sína atvinnuleit hjá leiðbeinanda að því loknu.
Nathalía Druzin Halldórsdóttir hefur fjölbreytta reynslu af atvinnuráðgjöf og markaðsmálum, auk þess sem hún hefur starfað sem klassísk söngkona og staðið á sviði um árabil. Hún starfaði við ráðningar hjá IMG-Gallup, var annar stofnanda ráðningarfyrirtækisins Ráðum, starfaði sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi í atvinnumálum og sem markaðs- og verkefnastjóri Íslensku óperunnar.

Námskeiðið verður haldið rafrænt á Zoom, er gagnvirkt og þess vegna einungis aðgengilegt á auglýstum tíma. Nánari leiðbeiningar og hlekkur á námskeiðið verða send á skráða þátttakendur daginn fyrir námskeið.