12. maí
9:00-10:30
Gunnastella (1)

Námskeið

Rafrænt námskeið - Er einfaldara líf vegvísir að betra lífi?

Leiðbeinandi: Gunna Stella, kennari, heilsumarkþjálfi, rithöfundur og fyrirlesari

Við lifum á hröðum tímum þar sem upplýsingaflæði er mikið og allskonar um að vera. Gæti mögulega verið hægt að einfalda lífið og þannig halda betur jafnvægi, t.d. á milli vinnu og einkalífs? Á þessu námskeiði deilir Gunna Stella skrefum, verkfærum og ráðum sem hafa nýst henni undanfarin ár til að upplifa meira jafnvægi og góðan skammt af hugarró með því að einfalda lífið. Eftir að hafa starfað sem grunnskólakennari í 12 ár ákvað Gunna Stella, sem er eiginkona, fjögurra barna móðir og fósturmóðir, að láta draum sinn rætast og starfa sjálfstætt. Í dag vinnur hún sem kennari og heilsumarkþjálfi og sérhæfir sig í því að það að hjálpa einstaklingum að finna meira jafnvægi í lífi sínu. Það gerir hún með pistlaskrifum, námskeiðum, fyrirlestrum og ráðgjöf.

Námskeiðið verður haldið rafrænt á Zoom, er gagnvirkt og þess vegna einungis aðgengilegt á auglýstum tíma. Nánari leiðbeiningar og linkur á námskeiðið verða send á skráða þátttakendur deginum fyrir námskeið. Vinsamlegast athugið að það þarf að skrá sig a.m.k 30 mínútum fyrir námskeið til þess að fá link.