27. okt.
09:00-10:30
Fyrirlesari

Gunnur Líf Gunnarsdóttir

Framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa
Gunnur

Námskeið

Rafrænt námskeið - Góð og styðjandi fyrirtækjamenning er forsenda góðs árangurs

Hvernig er hægt að byggja menningu fyrirtækja á þeim forsendum að það snúist um tækifæri starfsfólks til framtíðar, þar sem horft er á endurmenntun og starfsþróun sem hluti af vegferð hvers einstaklings?

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa mun fara yfir hvernig Samkaup hefur byggt upp menningu í fyrirtækinu sem styður við starfsþróun, endurmenntun og umfram allt að veita einstaklingum tækifæri til vaxtar út frá þeirra styrkleikum. Menning innan fyrirtækja er grunnur að árangri þeirra en við mótun hennar þarf að huga vel að mannauðnum og hvernig hægt er að leyfa hverjum einstaklingi að njóta sín. Á námskeiðinu mun hún fara yfir hvernig er hægt að byggja upp styðjandi fyrirtækjamenningu, ná fram breytingum á menningu fyrirtækja og hvernig er hægt að standa að hvatningu til starfsfólks.

Námskeiðið verður haldið rafrænt á Teams, er gagnvirkt og þess vegna einungis aðgengilegt á auglýstum tíma. Hlekkur á námskeiðið er sendur við skráningu á það netfang sem félagsmaður er með skráð hjá VR. Daginn fyrir námskeiðið verður sendur tölvupóstur til áminningar.