23. nóv.
9:00-10:30
Fyrirlesari

Hulda Jónsdóttir Tölgyes

Sálfræðingur
Lokað fyrir skráningu
Hulda Tölgyes2

Námskeið

Rafrænt námskeið - Hugræn byrði og verkaskipting heimilisins

Leiðbeinandi: Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur

Hugræn byrði, hvað er það nú eiginlega? Á þessu námskeiði ræðir Hulda um áskoranir er varða hugræna byrði og verkaskiptingu á heimili, sem algengt er að pör glími við. Þessi vandi getur virst óáþreifanlegur en skapar oft óánægju í sambúð og samskiptum, auk þess að valda streitu og vanlíðan.

Hulda ræðir um mögulegar lausnir, fer yfir hvernig pör geta rætt um þessa hluti og þannig tekið ákvörðun um að stíga út úr óhjálplegu mynstri. Hulda er sálfræðingur og starfar sjálfstætt hjá EMDR-stofunni þar sem hún sinnir einkum meðferð við kvíðaröskunum, lágu sjálfsmati, þunglyndi, áfallastreitu og streitu. Hún heldur einnig úti síðunni @hulda.tolgyes á Instagram og heldur fræðsluerindi um tilfinningar, líðan og sjálfsmildi, fræðslu um það að setja mörk og líðan eftir barnsburð svo eitthvað sé nefnt.

Námskeiðið verður haldið rafrænt á Teams, er gagnvirkt og þess vegna einungis aðgengilegt á auglýstum tíma. Hlekkur á námskeiðið er sendur við skráningu á það netfang sem félagsmaður er með skráð hjá VR. Daginn fyrir námskeiðið verður sendur tölvupóstur til áminningar.