28. sep.
9:00-10:30
Fyrirlesari

Stefán Karl Snorrason

Starfsþróunar- og gæðastjóri hjá Íslandshótelum
Lokað fyrir skráningu
Stefán Karl 1

Námskeið

Rafrænt námskeið - Málum þakið þegar sólin skín

Íslandshótel var í upphafi árs útnefnt Menntafyrirtæki ársins 2021 af Samtökum atvinnulífsins. Stefán Karl, starfsþróunar- og gæðastjóri, mun hér fara yfir þá miklu vegferð sem liggur á bak við þennan árangur. Fjallað verður um fyrstu skrefin í vegferðinni, þá þætti sem voru í lykilhlutverki og þær áskoranir sem þurfti að yfirstíga.

Einnig verður fjallað um áhrif Covid-19 heimsfaraldursins á ferðaþjónustuna og hvernig öll vinnan sem var unnin þegar sólin skein sem hæst yfir ferðaþjónustunni hjálpaði félaginu í gegnum þá erfiðu tíma. Eftir erindið tekur Stefán við fyrirspurnum og möguleiki er á umræðum. Námskeiðið hentar bæði fyrir fyrirtæki sem og einstaklinga sem vilja efla sína eigin starfsþróun.

Námskeiðið verður haldið rafrænt á Teams, er gagnvirkt og þess vegna einungis aðgengilegt á auglýstum tíma. Hlekkur á námskeiðið er sendur við skráningu á það netfang sem félagsmaður er með skráð hjá VR. Daginn fyrir námskeiðið verður sendur tölvupóstur til áminningar.