16. mar.
9:00-10:30
Lokað fyrir skráningu
Virpi Jokinen Net 16

Námskeið

Rafrænt námskeið - Sjö skref í skipulagi sem koma okkur á sporið – byrjum heima!

Leiðbeinandi: Virpi Jokinen, vottaður skipuleggjandi og stofnandi Á réttri hillu.

Á þessu námskeiði skoðum við nokkra hluti sem við höfum stjórn á og getum framkvæmt á eigin heimili til þess að auka virkni okkar og vellíðan. Alls staðar má finna góða lausn og gott skipulag. Langar þig að búa til pláss og koma auga á möguleika heimilisins, grisja það sem hefur lokið hlutverki sínu? Öll þráum við að ná stjórn á umhverfi okkar og njóta þess sem við eigum heima fyrir. Þegar maður hugsar um sum verkefni sem maður stendur frammi fyrir en veit ekki hvar á að byrja, fallast manni stundum hreinlega hendur. Öll getum við lent í því að vera einn daginn stödd þar í lífinu að verkefnin virðast óyfirstíganleg og óvíst á hverju skuli byrja. Í beinu framhaldi af hádegisfyrirlestrinum fjallar Virpi Jokinen skipuleggjandi um sjö atriði sem gott er að hafa í huga þegar leitast er eftir því að auka virkni okkar heima fyrir og þar með auka ánægju og einbeitingu.

Námskeiðið verður haldið rafrænt á Zoom, er gagnvirkt og þess vegna einungis aðgengilegt á auglýstum tíma. Nánari leiðbeiningar og hlekkur á námskeiðið verða send á skráða þátttakendur daginn fyrir námskeið.