22. sep.
8:30-12:00
Fyrirlesari

Kjaramálasvið VR

NewtonsCradle_Trun_wide.jpg

Trúnaðarmannanámskeið

Kjaramálanámskeið fyrir nýja trúnaðarmenn

Leiðbeinendur: Kjaramálasvið VR

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR

VR leggur áherslu á að trúnaðarmenn fái allar helstu upplýsingar er snúa að kjaramálum félagsmanna. Þetta námskeið er einstaklega mikilvægt, sérstaklega fyrir nýja trúnaðarmenn.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði kjarasamninga, eins og veikindarétt, uppsagnir, orlof, vinnutíma og áunnin réttindi. Hér gefst trúnaðarmönnum tækifæri til þess að ræða saman, deila reynslu sinni og fá svör við spurningum sínum frá sérfræðingum VR. Sérlega gagnlegt námskeið sem enginn trúnaðarmaður ætti að láta fram hjá sér fara.

Stefnt er á að halda námskeiðið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Hvort það verði hægt fer eftir þeim sóttvarnarreglum sem verða í gildi. Einnig er í boði að skrá sig rafrænt á námskeiðið en þá sitja þátttakendur námskeiðið með þeim sem eru á staðnum í gegnum Teams. Ef ekki verður hægt að bjóða upp á námskeiðið á staðnum þá verður það alfarið rafrænt. Nánari upplýsingar verða sendar á skráða trúnaðarmenn fyrir námskeið.