07. apr.
8:30-12:00
Lokað fyrir skráningu
NewtonsCradle_Trun_wide.jpg

Trúnaðarmannanámskeið

Kjaramálanámskeið fyrir trúnaðarmenn

Leiðbeinendur: Kjaramálasvið VR

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR.

VR leggur áherslu á að trúnaðarmenn fái allar helstu upplýsingar er snúa að kjaramálum félagsmanna. Þetta námskeið er hluti af þeirri stefnu en hér verður farið yfir helstu atriði kjarasamninga svo sem veikindarétt, uppsagnir, orlof, vinnutíma og áunnin réttindi.
Hér gefst trúnaðarmönnum tækifæri til þess að ræða saman, deila reynslu sinni og fá svör við spurningum sínum.
Sérlega gagnlegt námskeið sem enginn trúnaðarmaður ætti að láta fram hjá sér fara.

Námskeiðið verður haldið rafrænt á Zoom, er gagnvirkt og þess vegna einungis aðgengilegt á auglýstum tíma. Nánari leiðbeiningar og linkur á námskeiðið verða send á skráða trúnaðarmenn deginum fyrir námskeið.