04. okt.
12:00-13:00 Salur VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar
NewtonsCradle_Trun_wide.jpg

Trúnaðarmannanámskeið

Móttaka fyrir nýja trúnaðarmenn

Leiðbeinandi: Birgir Már Guðmundsson, tengiliður trúnaðarmanna hjá VR

Athugið að móttakan er aðeins ætluð trúnaðarmönnum VR

Trúnaðarmaður er tengiliður starfsfólks á sínum vinnustað við VR og atvinnurekandann. Starfsfólk á hverjum vinnustað kýs sér trúnaðarmann til tveggja ára í senn og allir vinnustaðir með fimm eða fleiri VR félaga mega kjósa trúnaðarmann en ef starfsfólk er fleira en 50 má kjósa tvo. VR leggur ríka áherslu á að taka vel á móti öllum sem sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið og býður annan miðvikudag í hverjum mánuði í sérstaka móttöku fyrir nýja trúnaðarmenn.

Boðið verður upp á léttan hádegisverð, stutta fræðslu um ýmislegt sem gott er að vita varðandi starfsemi VR og mikilvæg gögn fyrir trúnaðarmenn eru afhent. Kjörið tækifæri til að hitta á tengilið trúnaðarmanna í eigin persónu og byggja upp tengslanet við aðra nýja trúnaðarmenn. Ef áhugi er fyrir hendi eftir móttökuna verður tekið rölt um þau svið innan VR sem trúnaðarmenn hafa áhuga á að vita meira um.

Móttakan verður haldin í nýjum og glæsilegum fundarsal VR á 9.hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Vinsamlegast látið vita ef um ofnæmi eða annað sem þarf að taka tillit til.

Við skráningu er sendur tölvupóstur á netfangið sem þú ert með skráð hjá VR. Þú getur séð hvaða netfang þú ert með skráð á Mínum síðum á www.vr.is. Einnig er hægt að smella á hnapp við skráningu til að setja viðburðinn í dagatalið sitt.