25. jan.
09:00-12:00 Salur VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar og rafrænt á Teams
Lokað fyrir skráningu Lokað fyrir skráningu
NewtonsCradle_Trun_wide.jpg

Trúnaðarmannanámskeið

Trúnaðarmannanámskeið - Sjóðir og þjónusta

Leiðbeinendur: Sérfræðingar á þróunarsviði VR

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR

Þjónusta VR er viðamikil og mikilvægt fyrir trúnaðarmenn að þekkja helstu þjónustuliði VR. Einnig er gott að geta leiðbeint félagsfólki VR á sínum vinnustað hvar hægt er að nálgast mikilvægar upplýsingar um réttindi sín og þjónustu hjá VR. Á þessu námskeiði er farið yfir þjónustuliði eins og VR varasjóð, Sjúkrasjóð, Orlofssjóð, Starfsmenntasjóð og VIRK.

Námskeiðið er kennt með fræðslu, umræðum og lögð er áhersla á virka þátttöku á námskeiðinu með hópavinnu þar sem þátttakendur eru þjálfaðir í að nýta þau verkfæri og þær leiðir sem eru fyrir hendi til þess að sækja upplýsingar um þjónustu VR.

Námskeiðið verður haldið með blönduðu fyrirkomulagi (e.hybrid). Námskeiðið verður haldið í sal VR, 0. hæð í Húsi verslunarinnar Kringlunni 7 en salurinn þar hefur verið uppfærður og er nú sérstaklega útbúinn þannig að auðvelt er að vera með þátttakendur á staðnum en einnig rafrænt í gegnum Teams. Veldu hvort þú vilt mæta á staðinn eða taka þátt rafrænt með því að velja viðeigandi hnapp hér fyrir ofan.

Þú færð staðfestingu á skráningu og áminningu um námskeiðið þegar nær dregur viðburði á tölvupóstfangið sem þú ert með skráð hjá VR. Þú getur séð hvaða netfang þú ert með skráð á Mínum síðum á www.vr.is. Þú getur einnig smellt á hnappinn hér til hliðar til að setja viðburðinn í dagatalið þitt.

Fyrir þau sem koma á staðinn verður morgunmatur í boði.