10. nóv.
9:00-12:00
Fyrirlesari

Hugrún Linda Guðmundsdóttir

Félagsráðgjafi MA og eigandi Heillandi hugar
Hugrun

Trúnaðarmannanámskeið

Trúnaðarmannanámskeið - Streitustjórnun og seigla

10. og 24. nóvember kl. 9:00-12:00

Leiðbeinandi: Hugrún Linda Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi MA og eigandi Heillandi hugar

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR

Á þessu námskeiði verður farið í lykilþætti streitstjórnunar og þá þætti sem hægt er að styrkja til að efla viðnám gegn álagi og streitu daglegs líf. Farið verður yfir hvað er streita, hvernig hún birtist, innri og ytri streituvalda og hverju er hægt að stjórna og hverju ekki. Einnig læra þátttakendur á eigin streituviðbrögð, efla sjálfsþekkingu og meðvitund um eigin líðan, hugsanir og viðbrögð.

Veitt verða verkfæri til að draga út streitu og gerðar æfingar til að efla seiglu en seigla er hæfileiki til að viðhalda heilbrigðu og stöðugu andlegu og líkamlegu ástandi í gegnum álag og streitu. Hugrún Linda er félagsráðgjafi og með starfsréttindi frá Landlækni. Hún hefur sérhæft sig í streitustjórnun, seiglu, jákvæðri sálfræði og núvitund en er einnig menntuð í mannauðstjórnun. Hugrún hefur unnið mikið fyrir VIRK starfsendurhæfingu og hefur haldið mörg námskeið varðandi álag, streitu, vellíðan og virkni í lífi og starfi.

Námskeiðið er tveir dagar og hafðar tvær vikur á milli tíma til að þátttakendur geti æft sig í aðferðunum sem kenndar eru í fyrri tíma. Stefnt er á að halda námskeiðið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Hvort það verði hægt fer eftir þeim sóttvarnarreglum sem verða í gildi. Takmarkað pláss. Nánari upplýsingar verða sendar á skráða trúnaðarmenn fyrir námskeið. Ef ekki verður hægt að bjóða upp á námskeiðið á staðnum þá verður það haldið rafrænt.