Þann 21. desember 2013 skrifaði VR undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Samningurinn var samþykktur í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í janúar 2014. Í mars árið 2014 var skrifað undir viðauka við samninginn sem fól í sér hækkun á desember- og orlofsuppbótum og lengingu samningstímans.
Helstu atriði samningsins
- 
                        
                        Hér að neðan eru helstu atriði samningsins frá desember 2013 og viðauka við hann sem undirritaður var 2014. Kaupliðir - Almenn hækkun:
 Laun hækka um 2.8% frá 1. janúar 2014, þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Aðrir kjaratengdir liðir hækka um 2,8% á sama tíma.
- Sérstök hækkun lægstu launa:
 Launataxtar undir 230.000 kr. á mánuði hækka sérstaklega um kr. 1.750 og hækka launataxtar undir kr. 230 þúsund á mánuðu því um kr. 9.750.
- Lágmarkstekjur: 
 Lágmarkstekjur fyrir fullt starf eru kr. 214.000 frá 1. janúar 2014 fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki.
- Uppbætur:
 Desemberuppbót miðað við fullt starf er á árinu 2014 kr. 73.600. Orlofsuppbót (1.maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er á árinu 2014 kr. 39.500.
 Önnur atriði - Veikindi og slys í orlofi 
 Réttindi félagsmanna vegna veikinda og slysa erlendis eru samræmd þeim réttindum sem gilda um veikindi og slys innanlands.
- Skrifleg staðfesting ráðningar 
 Á samningstímanum verður unnið að kynningu á skyldum atvinnurekenda og réttindum launafólks til skriflegrar staðfestingar ráðningar.
- Réttur til skaðabóta vegna ráðningarsamninga 
 Nýtt ákvæði er í samningnum þar sem segir að brjóti atvinnurekandi gegn ákvæðum um ráðningarsamninga geti það varðað hann skaðabótum.
- Starfsmenntamál 
 Ráðist verður í úttekt á fyrirkomulagi starfsmenntamála m.a. með það að markmiði að auka vægi náms sem metið er til eininga eða viðurkenndrar færni á vinnumarkaði.
 Framlag til Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks hækkar um 0,1% frá 1. janúar 2015.
- Gildistími 
 Allir kjarasamningar aðila framlengjast óbreyttir til 28. febrúar 2015, þ.m.t. sérkjarasamningar sem teljast hlutar aðalkjarasamninga, að frátöldum þeim breytingum sem greint er frá hér að ofan.
 
- Almenn hækkun:
Kjarasamningur VR og FA 2014
Þann 22. desember 2013 skrifaði VR undir kjarasamning við Félag atvinnurekenda. Samningurinn var samþykktur í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í janúar 2014. Samningurinn gildir í ár, frá 1. janúar til 31. desember 2014.
- Kjarasamningur VR og FA 2014 - heildarsamningur
- Kjarasamningur VR og FA 2014 (breytingar frá fyrri samningi)
- Viðauki við kjarasamning VR og FA sem undirritaður var 18. mars 2014
Sjá helstu atriði samningsins
- 
                        
                        Kaupliðir - Almenn launahækkun
 Laun hækka um 2.8% frá 1. janúar 2014, þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Aðrir kjaratengdir liðir hækka um 2,8% á sama tíma.
- Uppbætur 
 Desemberuppbót 2014 er kr. 73.600 krónur og orlofsuppbót kr. 39.500.
 Önnur ákvæði - Veikindi og slys í orlofi 
 Réttindi félagsmanna vegna veikinda og slysa erlendis eru samræmd þeim réttindum sem gilda um veikindi og slys innanlands.
- Skrifleg staðfesting ráðningar 
 Á samningstímanum verður unnið að kynningu á skyldum atvinnurekenda og réttindum launafólks til skriflegrar staðfestingar ráðningar.
- Réttur til skaðabóta vegna ráðningarsamninga 
 Nýtt ákvæði er í samningnum þar sem segir að brjóti atvinnurekandi gegn ákvæðum um ráðningarsamninga geti það varðað hann skaðabótum.
- Starfsmenntamál 
 Ráðist verður í úttekt á fyrirkomulagi starfsmenntamála m.a. með það að markmiði að auka vægi náms sem metið er til eininga eða viðurkenndrar færni á vinnumarkaði. Framlag til starfsmenntasjóða hækkar um 0,1% frá 1. janúar 2015.
- Gildistími 
 Kjarasamningur aðila framlengist óbreyttur til 28. febrúar 2015, að frátöldum þeim breytingum sem greint er frá hér að ofan.
 
- Almenn launahækkun