Greinar og viðtöl

13.12.2021

„Konur fóru út á vinnumarkaðinn en byrðin fór ekki neitt“

Hulda Jónsdóttir Tölgyes er sálfræðingur og starfar hjá EMDR stofunni. Hún er eftirsóttur fyrirlesari og námskeiðshaldari og heldur úti vinsælum Instragramreikningi undir nafni sínu, Hulda.Tölgyes, þar sem hún hvetur fylgjendur til að sýna sér aukið sjálfsmildi. VR leitaði til Huldu við gerð herferðar félagsins um þriðju vaktina og eiga Hulda og maður hennar, Þorsteinn V. Einarsson, kennari og kynjafræðingur, heiðurinn af greinargóðum kynningartexta sem má finna á vr.is í tengslum við þriðju vaktina. Fjóla Helgadóttir, ritstjóri VR blaðsins, settist niður með Huldu og ræddi við hana um þá hugrænu byrði sem fylgir þriðju vaktinni sem virðist lenda mun oftar á konum.

Smelltu hér til að lesa

06.12.2021

Hátíðarvaktin?

VR stendur fyrir vitundarátakinu „Þriðja vaktin” sem er ætlað að vekja athygli á þeirri hugrænu byrði sem verkstjórn heimilisins er og áhrifum hennar á stöðu kynjanna á vinnumarkaði og langtímaáhrifum hennar á afkomu og andlega líðan. Ég hef velt þessari hugrænu byrði mikið fyrir mér, bæði hvernig þetta er hjá okkur Guðbjörgu konunni minni og líka hvernig þetta var í „gamla daga”.

Smelltu hér til að lesa

08.11.2021

Er samstaða á ,,þriðju vaktinni“ lykillinn að jafnrétti á vinnumarkaði?

Mikil umræða hefur skapast um herferð VR sem ber heitið þriðja vaktin og var hleypt af stokkunum í síðustu viku. Það er frábært því orð eru til alls fyrst. En hvað er þriðja vaktin, af hverju skiptir hún máli og hvers vegna kemur þriðja vaktin stéttarfélagi við?

Smelltu hér til að lesa

04.11.2021

Stöndum þriðju vaktina saman!

VR er þessa dagana að fara í gang með herferð um hugtakið þriðju vaktina og það andlega álag sem fylgir henni. En hvað er þriðja vaktin og af hverju er VR að vekja athygli á þessu?

Smelltu hér til að lesa

22.03.2021

Mæður á þriðju vaktinni í kórónaveirufaraldrinum

Ljóst er að kórónaveirufaraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina frá því í
ársbyrjun 2020 hefur haft ófyrirsjáanleg og margþætt samfélagsleg áhrif.

Höfundar eru Andrea Hjálmsdóttir, lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri og Valgerður S. Bjarnadóttir, nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

20.02.2019

„Mér finnst ég stundum eins og hamstur í hjóli“ - Streita í daglegu lífi fjölskyldufólks á Íslandi

Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að skoða með eigindlegum aðferðum hvort fjölskyldufólk upplifir streitu í hinu daglega lífi við samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs og hvort munur sé á reynslu karla og kvenna. Rannsóknir hér á landi benda til þess að þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku sé meira vinnuálag vegna barnauppeldis og heimilisstarfa á herðum kvenna en karla.

Höfundar: Andrea Hjálmsdóttir, lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri og Marta Einarsdóttir, sérfræðingur á Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri.