Vefspjall Mán-fim: 8:30-15:30 Fös: 8:30-14:30
Sími 510 1700
Hafðu samband
Opnunartímar skrifstofu
Almennar fréttir
15.03.2024
Aðalfundur VR verður haldinn fimmtudaginn 21. mars nk. kl. 19:30 á Fosshótel Reykjavík, Þórunnartúni 1. Fundurinn verður bæði stað- og fjarfundur. VR félagar verða að skrá sig fyrirfram fyrir kl. 12:00 á hádegi á fundardegi.
14.03.2024
Samninganefnd VR undirritaði í nótt kjarasamninga til fjögurra ára við Samtök atvinnulífsins. Samninganefnd telur að í viðræðum undangenginna daga hafi fundist ásættanleg niðurstaða fyrir aðalkjarasamning VR miðað við þann ramma sem var búið að sníða í samningum við önnur stéttarfélög og landssambönd. Meðal atriða sem áunnust voru áfangasigrar í átt að 30 daga orlofsrétti, vinnustaðaskírteini fyrir verslanir sem auðvelda eftirlit með mögulegum réttindabrotum og jákvæðar breytingar í starfsmenntamálum.
VR boðar til félagsfundar til að kynna kjarasamninga sem hafa verið undirritaðir við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda. Fundurinn verður haldinn í salnum Háteig á Grand hótel mánudaginn 18. mars 2024 kl. 12:00 á hádegi. Léttur hádegisverður í boði.
Kjörstjórn VR auglýsir hér með leynilega, rafræna atkvæðagreiðslu um nýgerðan kjarasamning VR við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslan hefst kl. 10:00 mánudaginn 18. mars 2024 og lýkur kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 21. mars 2024. Kosningarétt hefur allt félagsfólk VR sem starfar samkvæmt þessum samningi.
VR og Samtök atvinnulífsins hafa skrifað undir kjarasamning sem gildir til loka janúar árið 2028. Samningurinn verður kynntur á félagsfundi næstkomandi mánudag og lagður fyrir félagsfólk í atkvæðagreiðslu sem fyrirhugað er að ljúki þann 21. mars 2024.
Skrifað var undir kjarasamning við Félag atvinnurekenda í hádeginu í dag, fimmtudaginn 14. mars 2024.
Kjörstjórn VR auglýsir hér með leynilega, rafræna atkvæðagreiðslu um nýgerðan kjarasamning VR við Félag atvinnurekenda.
13.03.2024
Rafrænum kosningum til stjórnar VR lýkur kl. 12:00 á hádegi í dag, miðvikudaginn 13. mars 2024. Í morgun höfðu 3360 VR félagar greitt atkvæði sem er 8,2% kosningaþátttaka.
Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kosninga til stjórnar, sem stóð frá 6. mars til kl. 12.00 á hádegi þann 13. mars, er nú lokið. Atkvæði greiddu 3496. Á kjörskrá voru alls 40.740. Kosningaþátttaka var því 8,58%.
12.03.2024
Samninganefnd VR fordæmir ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að hefja atkvæðagreiðslu um verkbann gagnvart skrifstofufólki innan VR. Atkvæðagreiðsla um verkbann eru ofsafengin viðbrögð við sjálfsögðum kröfum fámenns hóps sem starfar eftir lágmarkstöxtum við farþegaþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
11.03.2024
Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls meðal félagsfólks VR sem starfar hjá farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst kl. 9:00 í morgun, 11. mars 2024, og lýkur kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 14. mars. Atkvæðagreiðslan er rafræn og til að greiða atkvæði þarf Íslykil eða rafræn skilríki.
Klukkan 15 í dag, mánudaginn 11. mars 2024, höfðu 2682 VR félagar greitt atkvæði í rafrænum kosningum til stjórnar félagsins, sem er 6,6% kosningaþátttaka.