Kjaradeilu Leiðsagnar vísað til ríkissáttasemjara
Almennar fréttir
12.06.2024
Kjaradeilu Leiðsagnar við Samtök atvinnulífsins / Samtök ferðaþjónustunnar var í morgun, 12. júní 2024, vísað til ríkissáttasemjara. Viðræðunefnd, sem í sitja fulltrúar Leiðsagnar og VR, telur einsýnt að ekki verði lengra komist í samningaviðræðum og að leita þurfi liðsinnis ríkissáttasemjara.