IMG 16562 Copy

Almennar fréttir - 19.10.2023

33. þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna sett í morgun

33. þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna var sett á Hótel Selfossi í morgun, fimmtudaginn 19. október 2023 og stendur þingið yfir til föstudagsins 20. október. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður LÍV, setti þingið og Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, ávarpaði þingfulltrúa.

Meðal framsögufólks eru Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, sem heldur erindi um réttlát umskipti og Victor Karl Magnússon, sérfræðingur hjá VR, sem fjallar um framtíð starfa í stafrænum heimi. Þá heldur Linda Palmetzhofer, formaður Handels í Svíþjóð, erindi um stöðu verslunarfólks á Norðurlöndunum.

Seinni dagur þingsins verður helgaður málefnastarfi í tengslum við kröfugerð VR/LÍV í komandi kjarasamningum.

73 fulltrúar frá VR sitja þingið auk 14 fulltrúa frá aðildarfélögum LÍV hvaðanæva af landinu.