Vefspjall VR
VR Deildleidsagnarfrettamynd

Almennar fréttir - 14.10.2025

Aðalfundur deildar leiðsögufólks í VR 2025 

Aðalfundur deildar leiðsögufólks í VR verður haldinn þriðjudaginn 28. október 2025 kl. 20:00 í sal VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar. Fundurinn verður bæði stað- og fjarfundur. Félagsfólk deildarinnar verður að skrá sig fyrir fram fyrir kl. 12:00 á hádegi á fundardegi. 

Allt fullgilt félagsfólk deildar leiðsögufólks í VR getur sótt fundinn. Fullgilt félagsfólk er það sem greitt hefur a.m.k. 11.365 kr. alls í félagsgjöld á sl. 12 mánuðum, að meðtöldum greiðslum til Leiðsagnar – félags leiðsögumanna, ásamt því að hafa greitt félagsgjöld fyrir a.m.k. einn mánuð frá júní – ágúst ´25. Yfirlit yfir greidd félagsgjöld er hægt að sjá á Mínum síðum á vr.is og skráning í deild leiðsögufólks í VR fer fram á Mínum síðum á vr.is undir umsóknir. 

Túlkun á ensku verður einungis í boði á Teams. Félagsfólk sem þarfnast túlkunar á staðfundi, vinsamlega komið með viðeigandi búnað og heyrnartól. 

Kosningar á fundinum verða ýmist með handauppréttingu eða rafrænar og fundargögn eru rafræn. Mikilvægt er að öll sem mæta á fundinn hafi meðferðis viðeigandi búnað (tölvu eða snjalltæki) til þess að geta tekið þátt í kosningum. 

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt starfsreglum deildar. Þá verða greidd atkvæði um tillögur að siðareglum leiðsögufólks og samþykkt fjárhagsáætlun deildarinnar fyrir 2026. 

Skráningu og ítarlega dagskrá fundarins er að finna hér.