Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 30.11.2018

Aðaltrúnaðarmaður ÍSAL vinnur mál gegn fyrirtækinu

Nýverið kom upp deila á milli RSÍ, VM, FIT, Hlíf og VR um kjör aðaltrúnaðarmanns hjá ÍSAL þar sem fyrirtækið ætlaði sér ekki að greiða aðaltrúnaðarmanni ÍSAL rétt laun samkvæmt kjarasamningi.
Miðvikudaginn 21. nóvember sl. var dómur kveðinn upp í félagsdómi þar sem félögin gerðu kröfu um rétta niðurröðun í launaflokk. Málið vannst fyrir hönd aðaltrúnaðarmannsins og ber ÍSAL því að greiða honum laun samkvæmt kjarasamningi. ÍSAL ber jafnframt að greiða málskostnað vegna málsins.