Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Midhusaskogur_02.jpg

Almennar fréttir - 09.01.2023

Álag á vef vegna bókana orlofshúsa í dag

Félagsfólk VR vinsamlega athugið að búast má við álagi á vef og símkerfi félagsins frá kl. 19:00 í dag, 9. janúar þegar opnað verður fyrir bókanir orlofshúsa sumarið 2023. Á orlofsvef VR er að finna allar upplýsingar um orlofshús VR og tímabil. Til að bóka og greiða fyrir orlofshús eða aðra orlofsþjónustu VR þarf að skrá sig inn á Mínar síður.

Hægt er að skrá sig með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Þá er tekið við bókunum í þjónustuveri VR í síma 510 1700 frá kl. 19:00- 20:00 í dag, mánudaginn 9. janúar.

Athugið að innskráning á Mínar síður VR frá kl. 16:00 - 23:00 í dag, mánudaginn 9. janúar leiðir notanda beint á orlofsvef VR en ekki verður hægt að sækja um aðra þjónustu hjá VR en að bóka orlofshús. Er þetta gert til þess að draga úr álagi á kerfið á meðan bókanir orlofshúsa standa yfir. Biðjumst við velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Vinsamlega athugið að orlofshús VR í Vestmannaeyjum verða ekki til útleigu um verslunarmannahelgina. Dvöl í orlofshúsunum verður meðal vinninga í könnun VR á Fyrirtæki ársins 2023.

Sjá nánari upplýsingar hér.