Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
NewtonsCradle_Trun_wide.jpg

Almennar fréttir - 10.01.2023

Viltu leggja þitt af mörkum í starfi VR?

Uppstillinganefnd VR óskar eftir frambjóðendum til trúnaðarráðs VR. Áhugasöm geta gefið kost á sér með því að senda erindi á netfangið uppstillinganefnd@vr.is fyrir kl. 12.00 á hádegi þann 20. janúar næstkomandi.

Í samræmi við lög VR óskar uppstillinganefnd eftir frambjóðendum til að skipa lista stjórnar og trúnaðarráðs vegna listakosningar um trúnaðarráð í félaginu.
Uppstillinganefnd stillir upp lista til trúnaðarráðs sem endurspeglar félagið eins og mögulegt er hvað varðar aldur, kyn og störf félags­fólks. Einnig verður litið til félags­aðildar og starfa fyrir félagið.

Vinsamlega athugið að ekki er heimilt að vera samtímis í framboði í listakosningu til trúnaðarráðs og einstaklingskosningu til stjórnar.

Hlutverk trúnaðarráðs VR er að vera stjórn félagsins ráðgefandi varðandi ýmis stærri málefni sem upp koma í starfsemi félagsins, svo sem við gerð kjarasamninga og stærri framkvæmdir.

Uppstillinganefnd VR