Snjolaugey 1920X1080

Almennar fréttir - 08.09.2023

Ekki missa af fyrsta hádegisfyrirlestri haustannar!

Fyrsti hádegisfyrirlestur haustannar nefnist Sjálfbærni og hamingjan og er hann nú aðgengilegur á Mínum síðum. Þar fjallar Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, umhverfisverkfræðingur og markþjálfi, um hvernig við getum hugað að sjálfbærni um leið og við aukum eigin lífsgæði og hamingju.

Fleiri fyrirlestra er að finna á Mínum síðum, meðal annars frá Jóneyju Hrönn Gylfadóttur sem fer yfir lífeyrismál á mannamáli. Þá eru fleiri fyrirlestrar væntanlegir á haustönn og hvetjum við félagsfólk til að fylgjast með í viðburðadagatalinu á vr.is