Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul

Almennar fréttir - 02.01.2009

Frá kjörstjórn VR

Kjörstjórn VR hefur sent frá sér svohljóðandi tilkynningu vegna framboðs til formanns, stjórnar og trúnaðarráðs:

"Samþykkt kjörstjórnar VR

Alvarlegur misskilningur hefur komið upp hvað varðar reglur skv. lögum VR um framboð til formanns, stjórnar og trúnaðarráðs félagsins í tengslum við framboðsfrest sem auglýstur var til kl. 12:00 á hádegi 22. desember sl. Ástæða er til að ætla að þetta hafi orðið til þess að einhverjir félagsmenn VR sem höfðu áhuga á að bjóða sig fram til forystu í félaginu skiluðu ekki inn framboðum fyrir tilsettan tíma.

Í ljósi þess sem að framan segir hefur kjörstjórn VR ákveðið að framlengja framboðsfrest til formanns, stjórnar og trúnaðarráðs sbr. 1. mgr. 20. gr. laga VR  til kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 12. janúar 2009.

Kjörstjórn VR mun láta birta auglýsingar í dagblöðum um framlengdan framboðsfrest eins fljótt og auðið er. Jafnframt verður auglýsingin birt á heimasíðu VR og send á trúnaðarmenn félagsins til upplýsingar. 

2. janúar 2009.
Kjörstjórn VR"