Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
mynd105.JPG

Almennar fréttir - 14.02.2017

Frambjóðendur til formanns og stjórnar VR

Framboðsfrestur vegna formanns- og stjórnarkjörs VR rann út á hádegi þann 9. febrúar 2017. Kjörstjórn VR hefur úrskurðað 11 einstaklingsframboð til stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2017 – 2019 löglega fram borin. Að auki barst eitt framboð eftir að framboðsfresti lauk og var því hafnað sem of seint fram bornu. Áður hafði kjörstjórn úrskurðað tvö framboð til formanns löglega fram borin, framboð Ólafíu B. Rafnsdóttur, núverandi formanns VR, og framboð Ragnars Þórs Ingólfssonar, stjórnarmanns í VR.

Alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja í varastjórn. Frambjóðendur til stjórnar eru, í stafrófsröð:

Birgir Már Guðmundsson
Elísabeth Courtney
Guðrún Björg Gunnarsdóttir
Guðrún Björk Hallbjörnsdóttir
Harpa Sævarsdóttir
Helga Ingólfsdóttir
K. Svava Einarsdóttir
Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
Ólafur Reimar Gunnarsson
Rannveig Sigurðardóttir
Unnur María Pálmadóttir

Ekkert mótframboð barst gegn lista trúnaðarráðs VR í trúnaðarráð félagsins og telst hann því löglega kjörinn.

Fyrirhugað er að kosningar hefjist þann 7. mars næstkomandi en kjörstjórn mun auglýsa tilhögun þeirra nánar þegar nær dregur. Nánari upplýsingar um frambjóðendur og áherslur þeirra verða birtar á vef VR fljótlega.

14. febrúar 2017
Kjörstjórn VR