Vr Fanar 6

Almennar fréttir - 07.02.2024

Frambjóðendur til stjórnar VR

Framboðsfrestur til stjórnar og trúnaðarráðs rann út á hádegi mánudaginn 5. febrúar 2024.

Kjörstjórn VR hefur úrskurðað öll 14 framboð sem bárust til stjórnar löglega fram borin.

Frambjóðendur til stjórnar VR eru, í stafrófsröð:

Arnþór Sigurðsson
Birgitta Ragnarsdóttir
Bjarni Þór Sigurðsson
Diljá Ámundadóttir Zoega
Harpa Sævarsdóttir
Jónas Hauksson
Jónas Yngvi Ásgrímsson
Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
Selma Björk Grétarsdóttir
Sigríður Lovísa Jónsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Tómas Gabríel Benjamin
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Ævar Þór Magnússon

Ekkert mótframboð barst gegn lista stjórnar og trúnaðarráðs í trúnaðarráð félagsins og telst hann því löglega kjörinn.

Kjörstjórn mun auglýsa tilhögun kosninga nánar þegar nær dregur. Nánari upplýsingar um frambjóðendur og áherslur þeirra verða birtar á vef VR fljótlega.