Almennar fréttir - 31.01.2020

Fyrirtæki tryggi öryggi starfsmanna

Í ljósi aukinnar útbreiðslu hinnar nýju kórónaveiru víða um heim og í samræmi við viðbragðsáætlun sóttvarnarlæknis á Íslandi hvetur VR fyrirtæki til að tryggja öryggi sinna starfsmanna eins og tilefni er til. Mikilvægt er að virkja viðbragðsáætlanir fyrirtækja eða uppfæra sérstaklega í verslun og þjónustu þar sem starfsmenn eru í návígi við ferðamenn og hugsanlega smitbera.

Á skrifstofu VR hefur öryggisnefnd félagsins verið virkjuð til að huga að skipulagi og vörnum ef veiran berst til Íslands.