Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
vr_logo-2.jpg

Almennar fréttir - 20.03.2019

Guðbrandur Einarsson hættir sem formaður LÍV

Í kjölfar þess að Landssamband íslenskra verslunarmanna (LÍV) sleit kjarasamningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara, ákvað Guðbrandur Einarsson að segja af sér sem formaður LÍV í gær, miðvikudaginn 20. mars.

Stjórn LÍV hittist á fundi í dag og skipti því aftur með sér verkum. Nýr formaður LÍV er Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og mun hann sitja í embætti formanns LÍV fram að næsta þingi LÍV sem haldið verður dagana 18. – 19. október 2019. Varaformaður LÍV er eftir sem áður Kristín María Björnsdóttir, formaður deildar VR á Austurlandi.