Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
VR014.jpg

Almennar fréttir - 28.09.2017

Hækkun á styrkjum í starfsmenntasjóðum um næstu áramót

Stjórnir starfsmenntasjóða sem VR á aðild að hafa samþykkt hækkun á styrkjum til félagsmanna sem tekur gildi um næstkomandi áramót 2017/2018.

Veittur er hámarksstyrkur allt að 130.000 kr. á ári.

  • 90% af námi/starfstengdu námskeiðsgjaldi/ráðstefnugjaldi – hámark 130 þúsund.
  • 50% af tómstund – hámark 30 þúsund (dregst frá hámarksstyrk).
  • 50% af ferðastyrk vegna náms – hámark 40 þúsund (dregst frá hámarksstyrk).

Skilyrði fyrir styrkveitingu er að félagsmaður greiði námsgjöld/námskeiðsgjöld/ráðstefnugjöld.
Uppsöfnun einstaklinga til þriggja ára verður því 390 þúsund fyrir einu samfelldu námi. 

Veittir fyrirtækjastyrkir munu að auki hækka í samræmi við styrki til einstaklinga um næstu áramót.