3H5A3754

Almennar fréttir - 30.05.2023

Heildarlaun VR félaga 768 þúsund í febrúar 2023

Niðurstöður launarannsóknar VR liggja nú fyrir, en félagið gerir úttekt á launum félaga tvisvar á ári. Samkvæmt gögnum frá febrúar 2023 voru laun VR félaga 768 þúsund krónur á mánuði, miðað við miðgildi heildarlauna. Grunnlaun voru 759 þúsund.

Þessar tölur byggja á launum yfir 14 þúsund VR félaga sem eru í fullu starfi. Nánar má lesa um niðurstöður launarannsóknar VR hér en í launatöflu og reiknivél er hægt að sjá laun einstakra starfsheita.