714209

Almennar fréttir - 07.06.2023

Nýr formaður deildar VR á Suðurlandi

Kolbrún Júlía Erlendsdóttir var kjörin formaður deildar VR á Suðurlandi á ársfundi deildarinnar, 31. maí síðastliðinn. Kolbrún hefur starfað hjá VR frá árinu 2017, fyrst við vinnustaðaeftirlit og nú á kjaramálasviði félagsins. Kolbrún tekur við formennsku af Guðmundi Gils Einarssyni.

Guðmundi Gils eru þökkuð góð störf í þágu félagsins.