Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.
Miriamogchanel (1)

Almennar fréttir - 12.01.2022

Hvaðan ertu? Rafrænn hádegisfyrirlestur

VR býður upp á rafrænan hádegisfyrirlestur kl. 12:00 á morgun, fimmtudaginn 13. janúar. Í þessu fræðsluerindi verður fjallað um kynþáttahyggju og menningarfordóma í íslensku samfélagi. Farið verður yfir hugtök eins og rasisma, kynþáttahyggju, menningarfordóma, öráreitni og forréttindi og þau sett í samhengi við raunveruleika fólks af erlendum uppruna á Íslandi.

Fyrirlesarar eru þær Chanel Björk Sturludóttir, umsjónarkona Mannflórunnar og BA í alþjóðlegri fjölmiðla- og samskiptafræði og Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, verkefnastýra hjá Rannís og M.A. í hnattrænum tengslum.

Smelltu hér til að skrá þig!

Fyrirlesturinn verður sendur út í beinni og hægt verður að senda inn fyrirspurnir og spurningar.