VR Vefur5

Almennar fréttir - 21.09.2023

Hver er þín stafræna hæfni?

Á stafrænhæfni.is getur þú tekið próf sem gefur þér mynd af því hver þín stafræna hæfni er og borið þig saman við aðra einstaklinga í þinni starfsgrein.

Stafræna hæfnihjólið er sjálfsmatspróf sem tekur um 12-15 mínútur að þreyta. Þátttakandi svarar spurningum með því að meta eigin getu á 16 mismunandi hæfnisviðum og svara spurningum sem birtast í línulegu ferli. Spurningarnar eru samtals 63.

Að sjálfsmatsprófi loknu fær þátttakandi tölvupóst með sínum niðurstöðum. Niðurstöðurnar birtast í geislariti sem sýnir hæfni viðkomandi á 16 mismunandi sviðum. Auk niðurstaðna fær þátttakandinn ráðleggingar um á hvaða sviðum hann megi bæta sig og tillögur um hvernig hægt er að gera það.

Meginmarkmið VR með Stafræna hæfnihjólinu er að gefa félagsfólki kost á að kortleggja eigin stafrænu hæfni með það í huga að veita þeim mögulega sýn inn í þá þætti sem flokkast almennt undir stafræna hæfni.

Með þá vitneskju sér félagsfólk á hvaða sviði það standur sig vel og á hvaða sviði það mætti bæta sig til þess að standast samanburð miðað við önnur í sömu starfsgrein

Kynntu þér málið nánar á stafrænhæfni.is