Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
rvk-3.jpg

Almennar fréttir - 17.12.2019

Hvernig mælum við kaupmátt?

Tveir mælikvarðar eru til fyrir ráðstöfunartekjur sem alla jafna þróast nokkurn veginn í takt. Árið 2018 sýndu þessir tveir mælikvarðar þó ólíka þróun frá árinu á undan. Annar mælikvarðinn bendir til aukins kaupmáttar ráðstöfunartekna á meðan hinn bendir til lækkunar á kaupmætti milli ára. Þá sýnir annar þeirra að búið sé að vinna upp rýrnun kaupmáttar eftir hrun. Hinn sýnir þó að kaupmáttur hafi verið um 20% lægri árið 2018 en hann var árið 2007. Þá hefur kaupáttur þróast með mjög ólíkum hætti seinasta árið þegar litið er til ólíkra fjölskyldusamsetningar. Um þetta er fjallað í nýjasta Efnahagsyfirliti VR.

Atvinnuleysi félagsmanna VR

Atvinnuleysi meðal félagsmanna VR hefur aukist undanfarna mánuði og mælist nú rétt um 4% samanborið við um 2% um mitt ár 2018. Stærsti einstaki hópurinn eru íslenskar konur á aldrinum 25-34 ára.


Sjá Efnahagsyfirlit VR fyrir desember 2019, pdf.