Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 29.03.2017

Inngreiðsla í VR varasjóð fimmtudaginn 30. mars

Á aðalfundi VR, sem haldinn var að kvöldi 28. mars, var lögð fram tillaga um framlag í VR varasjóð að upphæð 785 milljónir króna vegna ársins 2016 og rúmlega sjö milljóna króna aukaframlag vegna ársins 2015. Þetta er ríflega 40% hærra framlag en á síðasta ári.

Við bendum á að inneign félagsmanna í varasjóði verður uppfærð og laus til útborgunar frá og með morgundeginun, fimmtudeginum 30. mars. VR varasjóður er séreign hvers félagsmanns sem hann getur ráðstafað samkvæmt reglum sjóðsins til margvíslegra hluta, s.s. endurhæfingar, forvarna, lækniskostnaðar o.fl.

Félagsmenn geta séð stöðu sína í VR varasjóði sem og öðrum sjóðum á Mínum síðum á vef VR – innskráning með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Þar er jafnframt hægt að sækja um á rafrænan hátt.