Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 14.11.2018

Jólaball VR - Miðasala er hafin

Jólaball VR verður haldið laugardaginn 1. desember á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13.00 - 15.00. Jólaballið verður í sal hótelsins á fyrstu hæð hússins. Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson leika jólalög og dansað verður í kringum jólatréð.

Miðasala fer fram á orlofsvef VR á Mínum síðum. Miðinn á ballið kostar 500 kr, en frítt er inn fyrir börn 12 ára og yngri. Allir fá glaðning frá jólasveininum.