Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 21.12.2018

Kjaradeilu vísað til ríkissáttasemjara

Samþykkt var á fundi stjórnar VR í gærkvöld, þann 20. desember, að vera í samstarfi í yfirstandandi kjarasamningaviðræðum með Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness auk fleiri félögum innan Starfsgreinasambandsins sem þess óska.

Formenn VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness hafa nú þegar hist og hefur ákvörðun verið tekin um að vísa viðræðum félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara.

Yfirlýsingu frá formönnum félaganna má sjá í heild sinni hér.