Almennar fréttir - 05.07.2021

Kjarasamningur hjá ÍSAL samþykktur

Kjarasamningur, sem var undirritaður 22. júní sl. var samþykktur í öllum hlutaðeigandi félögum. Í sameiginlegri atkvæðagreiðslu Hlífar og VR greiddu atkvæði 189 af þeim 294 sem voru á kjörskrá, eða 64,3%. Samningurinn var samþykktur með 76,8% þeirra sem tóku afstöðu. Hjá félögum iðnaðarmanna var samningurinn samþykktur með 73,4% gildra atkvæða. 

Nákvæmar niðurstöður
Já sögðu 142, eða 75,13.
Nei sögðu 43, eða 22,75%.
Tóku ekki afstöðu, 4, eða 2,12%

Af þeim sem tóku afstöðu
Já 76,8%
Nei 22,2%