Kvennafri Vrbanner Copy2

Almennar fréttir - 23.10.2023

Konur á skrifstofum VR leggja niður störf

Félagsfólk VR vinsamlega athugið að vegna kvennaverkfalls á morgun, þriðjudaginn 24. október 2023, verður þjónusta VR með skertum hætti þegar konur á skrifstofum VR leggja niður störf. Búast má við töfum í þjónustu og svörun á þessum degi. Skrifstofur VR í Reykjanesbæ, á Egilsstöðum, og í Vestmannaeyjum verður lokaðar á morgun.

Við hvetjum konur og kvár til að leggja niður störf á þessum degi og fjölmenna á útifundi í tilefni dagsins.

Upplýsingar um kvennaverkfallið má finna hér.