Kvennafri Vrbanner Copy2

Almennar fréttir - 24.10.2023

Kæru systur

Dagurinn í dag, 24. október, er okkar dagur. Kvennafrídagurinn var fyrst haldinn árið 1975 þegar þúsundir kvenna lögðu niður störf og létu í sér heyra svo vakti heimsathygli. Frá þeim tíma höfum við konur nokkrum sinnum lagt niður störf á þessum degi til að árétta kröfuna um jafnrétti.

Nú, tæpri hálfri öld frá fyrsta Kvennafrídeginum leggjum við enn á ný niður störf. Þannig viljum við sýna samstöðu og benda á að launamunur kynjanna er enn viðvarandi á vinnumarkaði, þrátt fyrir harða baráttu áratugum saman. Við spyrjum „Kallarðu þetta jafnrétti?“

Konur og kvár í VR, ég hvet ykkur til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf í dag og mæta á samstöðufund.

Áfram við!
Selma Björk Grétarsdóttir,
varaformaður VR